Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   lau 13. október 2018 16:29
Ívan Guðjón Baldursson
Salah sendur heim vegna meiðslanna
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah meiddist í auðveldum sigri Egyptalands gegn Swaziland í undankeppni fyrir Afríkumótið.

Salah haltraði af velli undir lok leiksins en hann skoraði stórkostlegt mark beint úr hornspyrnu í fyrri hálfleik.

Egypska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Salah mun ekki taka þátt í næsta leik, sem er á útivelli gegn Swaziland á þriðjudaginn.

Salah hefur því verið sendur aftur heim til Liverpool þar sem hann mun undirgangast frekari rannsóknir. Það er ólíklegt að meiðslin séu alvarleg og gæti Salah verið klár í slaginn fyrir næsta deildarleik sem er gegn Huddersfield eftir viku.

Salah skoraði 44 mörk fyrir Liverpool á síðasta tímabili en hefur ekki fundið taktinn eftir að hafa meiðst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir hálfu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner