Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 01. október 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Cedric D'Ulivo ekki áfram hjá FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Franski bakvörðurinn Cedric D'Ulivo er á förum frá FH þegar samningur hans rennur út síðar í mánuðinum. Cedric hefur hug á að spila áfram á Íslandi næsta sumar.

Cedric kom til FH í júlí árið 2017 en meiddist skömmu síðar og spilaði einungis einn deildarleik það árið.

Í fyrra spilaði Cedric átta leiki í Pepsi-deildinni og í sumar spilaði hann tólf leiki með liðinu.

Cedric er þrítugur en hann lék með Waasland Beveren, Zulte Waregem og OH Leuven í Belgíu áður en hann kom til Íslands.

Eins og kom fram í gær verða einhverjar breytingar á leikmannahópi FH í haust. Davíð Þór Viðarsson hefur lagt skóna á hilluna og auk Cedric eru Atli Guðnason, Geoffrey Castillion, Gunnar Nielsen, Kristinn Steindórsson, Morten Beck Andersen, Pétur Viðarsson og Þórir Jóhann Helgason að verða samningslausir.
Athugasemdir
banner
banner
banner