Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
banner
   fim 02. maí 2024 23:29
Sölvi Haraldsson
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þetta er fyrsti leikurinn minn eftir að ég kom til baka þannig ég get lítið tjáð mig um hina tvo leiki tímabilsins. Ég er bara búin að vera með liðinu í rúma viku. Þetta er ungur hópur og það sem er svo spennandi við hann er að hann hefur margt að læra. Úrslitin eru ekki að detta okkur í hag en vegferðin er á réttri leið,“ sagði Caroline Mc Cue Van Slambrouck, sem er nýbyrjuð að æfa aftur með Keflavík eftir að hafa lagt skóna á hilluna eftir seinasta tímabil.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Caroline lagði skóna á hilluna eftir seinasta tímabil en er mætt aftur í Keflavíkurliðið í dag.

Ég átti bara gott spjall við (Jonathan) Glenn og ég hef verið að þjálfa mikið í Keflavík og elska lífið þar. Ég var á Íslandi og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka slaginn aftur. Þetta gerðist bara og ég er ennþá í dag að hugsa hvernig þetta gerðist. Þetta er bara gaman og það verður hugarfarið mitt í sumar, að hafa gaman. Ég lýt á þetta sem annað tækifæri fyrir mig að spila fótbolta.

Caroline er himinlifandi með að hafa náð að spila sinn fyrsta leik í kvöld eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Mér líður eins og 16 ára leikmanni sem er að byrja sinn fyrsta meistaraflokksleik. Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Ég horfi á þetta líka núna með þjálfaraaugum. Ég ætla að reyna að hjálpa hópnum eins og ég get. Ég er mjög glöð að vera í þessari stöðu að geta hjálpað og haft jákvæð áhrif.“

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu fyrir Keflvíkinga eiga þær Valskonur í næsta leik. Leikirnir verða ekkert auðveldari.

Við tökum þetta skref fyrir skref. Núna þurfum við bara að ná okkur niður eftir þennan leik og æfa vel í vikunni og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ sagði Caroline að lokum eftir 4-2 tap gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið við Caroline má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner