Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
   fim 02. maí 2024 23:29
Sölvi Haraldsson
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þetta er fyrsti leikurinn minn eftir að ég kom til baka þannig ég get lítið tjáð mig um hina tvo leiki tímabilsins. Ég er bara búin að vera með liðinu í rúma viku. Þetta er ungur hópur og það sem er svo spennandi við hann er að hann hefur margt að læra. Úrslitin eru ekki að detta okkur í hag en vegferðin er á réttri leið,“ sagði Caroline Mc Cue Van Slambrouck, sem er nýbyrjuð að æfa aftur með Keflavík eftir að hafa lagt skóna á hilluna eftir seinasta tímabil.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Caroline lagði skóna á hilluna eftir seinasta tímabil en er mætt aftur í Keflavíkurliðið í dag.

Ég átti bara gott spjall við (Jonathan) Glenn og ég hef verið að þjálfa mikið í Keflavík og elska lífið þar. Ég var á Íslandi og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka slaginn aftur. Þetta gerðist bara og ég er ennþá í dag að hugsa hvernig þetta gerðist. Þetta er bara gaman og það verður hugarfarið mitt í sumar, að hafa gaman. Ég lýt á þetta sem annað tækifæri fyrir mig að spila fótbolta.

Caroline er himinlifandi með að hafa náð að spila sinn fyrsta leik í kvöld eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Mér líður eins og 16 ára leikmanni sem er að byrja sinn fyrsta meistaraflokksleik. Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Ég horfi á þetta líka núna með þjálfaraaugum. Ég ætla að reyna að hjálpa hópnum eins og ég get. Ég er mjög glöð að vera í þessari stöðu að geta hjálpað og haft jákvæð áhrif.“

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu fyrir Keflvíkinga eiga þær Valskonur í næsta leik. Leikirnir verða ekkert auðveldari.

Við tökum þetta skref fyrir skref. Núna þurfum við bara að ná okkur niður eftir þennan leik og æfa vel í vikunni og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ sagði Caroline að lokum eftir 4-2 tap gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið við Caroline má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner