Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 02. maí 2024 23:29
Sölvi Haraldsson
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þetta er fyrsti leikurinn minn eftir að ég kom til baka þannig ég get lítið tjáð mig um hina tvo leiki tímabilsins. Ég er bara búin að vera með liðinu í rúma viku. Þetta er ungur hópur og það sem er svo spennandi við hann er að hann hefur margt að læra. Úrslitin eru ekki að detta okkur í hag en vegferðin er á réttri leið,“ sagði Caroline Mc Cue Van Slambrouck, sem er nýbyrjuð að æfa aftur með Keflavík eftir að hafa lagt skóna á hilluna eftir seinasta tímabil.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Caroline lagði skóna á hilluna eftir seinasta tímabil en er mætt aftur í Keflavíkurliðið í dag.

Ég átti bara gott spjall við (Jonathan) Glenn og ég hef verið að þjálfa mikið í Keflavík og elska lífið þar. Ég var á Íslandi og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka slaginn aftur. Þetta gerðist bara og ég er ennþá í dag að hugsa hvernig þetta gerðist. Þetta er bara gaman og það verður hugarfarið mitt í sumar, að hafa gaman. Ég lýt á þetta sem annað tækifæri fyrir mig að spila fótbolta.

Caroline er himinlifandi með að hafa náð að spila sinn fyrsta leik í kvöld eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Mér líður eins og 16 ára leikmanni sem er að byrja sinn fyrsta meistaraflokksleik. Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Ég horfi á þetta líka núna með þjálfaraaugum. Ég ætla að reyna að hjálpa hópnum eins og ég get. Ég er mjög glöð að vera í þessari stöðu að geta hjálpað og haft jákvæð áhrif.“

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu fyrir Keflvíkinga eiga þær Valskonur í næsta leik. Leikirnir verða ekkert auðveldari.

Við tökum þetta skref fyrir skref. Núna þurfum við bara að ná okkur niður eftir þennan leik og æfa vel í vikunni og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ sagði Caroline að lokum eftir 4-2 tap gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið við Caroline má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner