Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 01. október 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd að bjóða Lingard nýjan samning
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, miðjumaður Manchester United, hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarið ár. Honum hefur gengið skelfilega að skora og leggja upp og eru stuðningsmenn að missa þolinmæðina gagnvart honum.

Ole Gunnar Solskjær hefur þó mikla trú á Lingard, sem verður 27 ára í desember, og ætlar að bjóða honum nýjan samning. Núverandi samningur Lingard gildir þar til í júní 2021.

Lingard hefur spilað 175 keppnisleiki fyrir Man Utd auk þess að eiga 24 A-landsleiki að baki fyrir England. Hans besta tímabil var 2017-18 þegar hann skoraði 8 mörk í 33 deildarleikjum.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum lítur Solskjær á Lingard sem mikilvægan hlekk í leikmannahópi sínum. Norski stjórinn telur hann geta orðið einn af betri leikmönnum deildarinnar þegar hann kemst loksins í gang.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner