Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
banner
   fim 02. maí 2024 23:16
Sölvi Haraldsson
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður fyrst og fremst vel með þessi þrjú stög og fjögur mörk. Frammistaðan var mjög kaflaskipt en ég er fyrst og fremst ánægður að hafa náð í þrjú stig á móti öflugu Keflavíkurliði.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 4-2 sigur á Keflavík í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

Fylkir eru nýlliðar í deildinni en Gunnar segir að hann og allir sem koma að Fylkisliðinu séu himinlifandi með byrjunina á mótinu. Tvö jafntefli og fyrsti sigur mótsins í kvöld sem verður að teljast ansi gott fyrir nýliða.

Ég og allir sem að liðinu standa getum ekki annað en verið virkilega ánægð með þessa byrjun á mótinu.

Leikurinn í kvöld var stór fyrir Gunnar og fjölskyldu hans. En hann var ekki bara að mæta Keflavík, lið sem hann hefur þjálfað í mörg ár, heldur var hann einnig að mæta dóttur sinni sem leikur með Keflavík. Sigurbjörg Diljá byrjaði leikinn með Keflavík en Gunnar segir það hafa verið óþægilegt að taka þátt í þessum leik í ljósi aðstæðna.

Ég skal alveg viðurkenna það að það var erfitt. Það að þurfa að fara í gegnum þetta, og líka fyrir hana.

Þetta var svolítið óþægileg tilfinning. Maður reyndi bara að gíra sig sjálfur upp í leikin og hún líka með sig og bara hugsa um sitt lið. Mér fannst hún gera það vel, hún stóð sig vel í leiknum. Þetta er reynsla sem fer í bankann. Þetta er erfitt fyrir mig en líka fyrir hana. 16 ára og að feta sín fyrstu spor í efstu deild. Það verður skemmtilegt að fyrlgjast með henni í framtíðinni,“ bætti Gunnar svo við, stoltur af dóttur sinni.

Fylkir eiga Tindastól á útivelli í næsta leik.

Þetta er hörkulið á Króknum og alltaf erfitt að fara norður. Núna njótum við aðeins fram yfir helgi og síðan gírum við okkur í leikinn við Tindastól í næstu viku.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, að lokum eftir 4-2 sigur gegn Keflavík í Árbænum í kvöld.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner