Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 01. október 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho fékk fleiri stig en Solskjær - Emery betri en Wenger
Solskjær og Emery í faðmlögum eftir jafnteflið á Old Trafford.
Solskjær og Emery í faðmlögum eftir jafnteflið á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Arsenal skildu jöfn í gærkvöldi á Old Trafford, 1-1. Arsenal er komið með tólf stig eftir sjö umferðir á meðan Man Utd er aðeins með níu stig.

Bæði félög skiptu um knattspyrnustjóra á síðustu leiktíð. Arsenal réði Unai Emery til að taka við af Arsene Wenger á meðan Man Utd réði Ole Gunnar Solskjær til að leiða liðið eftir brottrekstur Jose Mourinho.

Enskar sjónvarpsstöðvar gerðu samanburð á gengi nýju stjóranna og þeirra gömlu og eru nánast engar breytingar á gengi liðanna í deildinni.

Emery er búinn að stýra Arsenal í 44 deildarleikjum. Í þessum leikjum safnaði Arsenal 81 stigi, þar af 13 gegn öðrum toppliðum. Til samanburðar safnaði Wenger 78 stigum í síðustu 44 deildarleikjum sínum við stjórnvölinn. Wenger fékk aðeins 9 stig gegn toppliðum.

Samanburðurinn hjá Man Utd er svipaður en fer á hinn veginn. Solskjær er kominn með 49 stig úr 28 fyrstu leikjum sínum hjá Man Utd. Það er tveimur stigum minna en Mourinho safnaði í síðustu 28 leikjum sínum hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner