Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 01. desember 2020 15:03
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Cavani er mjög leiður yfir mistökunum
Mynd: Getty Images
Fréttamannafundur Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, fyrir leikinn gegn PSG á morgun snerist að miklu leyti um framherjann Edinson Cavani.

Enska knattspyrnusambandið er með til rannsóknar færslu frá Cavani á Instagram um helgina. Hann skrifaði 'Gracias negrito' í umræddri færslu á Instagram. Spænska orðið 'negrito' getur verið notað með niðrandi hætti.

Cavani sendi frá sér yfirlýsingu og baðst afsökunar í gær en Solskjær ræddi málið á fréttamannafundi í dag.

„Við höfum rætt við Edinson. Hann er mjög leiður yfir mistökunum sem hann gerði," sagði Solslkjær.

„Það var ekkert slæmt á bakvið þetta. Þetta var bara kveðja til vinar hans. Enska knattspyrnusambandið hefur beðið hann um útskýringar og hann mun að sjálfsögðu vinna með þeim og við styðjum hann."

„Þetta er eitt af þessum óþægilegu atvikum. Hann er nýkominn í nýtt land og í Úrúgvæ er þetta orð á annan hátt en við gerum það."

„Við viljum berjast gegn mismunun hjá öllum. Kannski ættu allir leikmenn sem koma frá öðrum löndum að fá kennslu og ég er viss um að Edinson hefur lært af þessari hörðu lexíu."


Solskjær segir að Cavani sé klár í slaginn og muni spila með Manchester United gegn gömlu félögunum í PSG á morgun.
Athugasemdir
banner
banner