Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 03. maí 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni ræddi við KA og ónefnt félag - „Opnaði aldrei möguleikann"
Bjarni í leik með KA sumarið 2018.
Bjarni í leik með KA sumarið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark Duffield, miðjumaður Start, í Noregi var í spjalli hér á Fótbolta.net í gær.

Þar ræddi hann um það þegar hann skipti um félag fyrr á þessu ári. Miðjumaðurinn yfirgaf herbúðir Brage í Svíþjóð og samdi að lokum við Start í Noregi.

„Ég opnaði aldrei möguleikann (á að koma til Íslands). Það sem fór eitthvað áfram var KA og eitt annað. KA er mitt félag og ég ræddi helling við þá," sagði Bjarni.

Bjarni lék með KA í efstu deild á Íslandi áður en hann hélt til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum. Þar lék hann undir stjórn Túfa, sem tók nýverið Öster í B-deild í Svíþjóð. Hann ræddi við sinn gamla þjálfara en ekki um félagaskipti.

„Við erum góðir félagar og þá var þetta á byrjunarstigi, bæði hjá honum og hjá mér. Hann sagði við mig að þetta væri ekki spjall til að reyna að semja við mig. Ég sagði við hann að það væri fínt, að ég ætlaði að skoða sænsku B-deildina síðast. Hann var aðallega að spyrja mig út í deildina og Svíþjóð almennt," sagði Bjarni. „Þetta var bara létt spjall."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna fyrir neðan þar sem Bjarni ræðir meira um tímann hjá Start til þessa.
Númer sex eins og Tinna Mark og LeBron
Athugasemdir
banner
banner
banner