Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 03. nóvember 2019 14:05
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Preston á toppinn
Alex Neil hefur byrjað þjálfaraferilinn af krafti.
Alex Neil hefur byrjað þjálfaraferilinn af krafti.
Mynd: Getty Images
Charlton 0 - 1 Preston North End
0-1 Paul Gallagher ('58, víti)

Preston North End er komið yfir Leeds og Swansea á markatölu og á topp Championship deildarinnar eftir sigur á útivelli gegn Charlton í dag.

Gestirnir frá Preston voru betri og gerði Paul Gallagher eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 58. mínútu.

Preston hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Alex Neil í haust og er með 28 stig eftir 15 umferðir. Neil gæti verið á leið til Stoke á næstu dögum en greint var frá því fyrr í dag að Preston hyggst ætla að kæra Stoke fyrir tilraunir sínar til að krækja í stjórann.

Toppbaráttan er gríðarlega jöfn eftir fyrsta þriðjung tímabilsins en aðeins sjö stig skilja topplið Preston að frá Derby County sem er í 15. sæti.
Athugasemdir
banner
banner