Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 04. júlí 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham að selja Arnautovic - „Tilboðið hörmulegt"
Mynd: Getty Images
Austurríkismaðurinn Marko Arnautovic er á förum frá West Ham. Á miðvikudag bað hann um sölu frá West Ham.

Í janúar vildu kínversku félögin Shanghai SIPG og Guangzhou Evergrande fá Arnautovic en West Ham hafnaði 35 milljóna punda tilboði í leikmanninn þá.

Arnautovic gerði í kjölfarið nýjan samning upp á 100 þúsund pund í laun á viku en nú vill hann hins vegar fara.

Kaveh Solhekol á Sky Sports segir að West Ham hafi samþykkt að selja hann. Hann segist hafa fengið upplýsingar um að „Tilboðið sé hörmulegt fyrir West Ham, en knattspyrnustjórinn, leikmenn og þjálfarateymi vilji hann burt."

Guardian segir að West Ham sé búið að samþykkja að selja Arnautovic til Shanghai SIPG í Kína fyrir rúmar 22 milljónir punda eftir að Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, bað stjórnina um að hann yrði seldur. Það sé slæmt fyrir liðsandann að halda honum lengur.

West Ham er mjög ósátt við ummæli sem bróðir Arnautovic lét falla við Sky Sports á dögunum.

„Hann er mjög hæfileikaríkur fótboltamaður sem West Ham er bara að nota. Hann er bara númer í þeirra augum," sagði Danijel Arnautovic.



Athugasemdir
banner
banner
banner