Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fim 06. september 2018 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi: Getum flestallir talað við hann á sænsku
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason á æfingu í Schruns í Austurríki í morgun.
Arnór Ingvi Traustason á æfingu í Schruns í Austurríki í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Æfingasvæðið í Schruns.
Æfingasvæðið í Schruns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir hafa verið mjög góðir," sagði Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net aðspurður út í hvernig síðustu dagar hafa verið. Ísland hefur síðustu daga æft í litlum fallegum í Austurríki, bæ að nafni Schruns.

Leikið verður gegn Sviss í St. Gallen í Þjóðadeildinni á laugardaginn en Ísland heldur yfir til Sviss í dag.

Þetta er fyrsta verkefni Íslands undir stjórn nýrra þjálfara, Svíans Erik Hamren og Freys Alexanderssonar.

„Það koma auðvitað einhverjar breytingar og nýjar áherslur, en þær eru ekki miklar. Það er ekki ástæða til að breyta rosalega mikla, en þegar það kemur nýr þjálfari í brúnna þá kemur hann með sínar áherslur. Það hefur verið að fara yfir það á þessum dögum."

„Erik Hamren er mjög flottur. Hann er búinn að vera með okkur í þrjá eða fjóra daga og hingað til er hann mjög flottur karl og ég hlakka til að vinna með honum."

„Við getum talað saman á sænsku, eins og flestallir hérna, það kunna flestir sænsku," sagði Arnór en hann spilar með stærsta félaginu í Svíþjóð, Malmö.

Malmö á rosalegu skriði í Svíþjóð
Arnór kveðst vera í góðu standi fyrir komandi leiki gegn Sviss og Belgíu. Hann er búinn að vera að spila mikið með Malmö sem hefur verið á miklu skriði upp á síðkastið í sænsku úrvalsdeildinni eftir erfiða byrjun.

„Ég er búinn að vera að spila reglulega með Malmö. Það hefur gengið vel og við höfum ekki tapað leik eftir HM."

„Við tókum þjálfaraskipti eftir HM og breyttum leikkerfi. Það var farið yfir áherslur sem við vorum lélegir í og við bættum þær. Það hefur ekkert klikkað einhvern veginn og við ætlum að halda því áfram."

Leikurinn gegn Sviss er á laugardag. Arnór vonast til að fá einhverjar mínútur í þeim leik.

„Vill maður ekki alltaf fá að spila? Það veltur á þjálfaranum að spila manni, maður virðir þá ákvörðun sem hann tekur."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner