Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 07. maí 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Koeman útskrifaður af spítala - Fór í hjartaþræðingu
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollendinga, var lagður inn á spítala á sunnudaginn vegna hjartatruflana. Búið er að útskrifa hann af spítalanum og segist Koeman vera við góða heilsu.

Koeman er 57 ára gamall og stýrði Southampton og Everton áður en hann tók við hollenska landsliðinu í febrúar 2018.

Koeman fór í hjartaþræðingu sem heppnaðist vel og var snortinn af vinum og vandamönnum sem sendu honum baráttukveðjur.

„Ég var snortinn þegar ég sá hversu margir sendu mér skilaboð. Það voru ekki aðeins kunningjar úr fótboltaheiminum heldur einnig fólk sem er mér algjörlega ókunnugt," sagði Koeman.

„Þessi skilaboð skipta mig miklu máli og það var mjög ánægjulegt að lesa þau. Ég vil þakka ykkur fyrir þennan ótrúlega stuðning.

„Núna líður mér vel og ég verð tilbúinn í slaginn um leið og boltinn byrjar að rúlla aftur."


Sjá einnig:
Koeman á spítala vegna hjartavandamála
Athugasemdir
banner
banner
banner