Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 08. febrúar 2020 15:53
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Björn Berg og Hörður Ingi á óskalista FH
Hörður Ingi Gunnarsson.
Hörður Ingi Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Björn Berg Bryde og bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson eru báðir á óskalista FH. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Rætt var um FH-inga í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag en gengi liðsins á undirbúningstímabilinu hefur verið ansi dapurt.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði frá því í vikunni að félagið ætlaði að sækja liðsstyrk.

Björn Berg er uppalinn FH-ingur, fæddur 1992, sem lék lengi með Grindavík en var hjá HK í fyrra á lánssamningi frá Stjörnunni. Hann virðist ekki vera í myndinni hjá Garðabæjarfélaginu.

Hörður Ingi er U21-landsliðsmaður sem hefur leikið með ÍA síðustu tvö ár. Hann er uppalinn FH-ingur rétt eins og Björn og er samningsbundinn Skagamönnum út tímabilið 2021. Hann lék 21 leik í Pepsi Max-deildinni í fyrra.

Hlustaðu á umræðuna um fréttir íslenska boltans í spilaranum hér að neðan.
Íslenski boltinn - Áhugaverður leikmaður fer norður
Athugasemdir
banner
banner