Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 09. mars 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Alfons: Ef A-landsliðið kallar þá segir maður ekki nei
Icelandair
Alfons Sampsted
Alfons Sampsted
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampspted, hægri bakvörður hjá norsku meisturunum í Bodö/Glimt, er í viðtali hjá Vísi í dag þar sem hann tjáir sig um landsliðsverkefnin sem eru framundan í lok mánaðarins.

Alfons hefur verið í lykilhlutverki í U21 landsliði Íslands sem er á leið í lokakeppni EM í Ungverjalandi.

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen stýrðu U21 landsliðinu í undankeppninni en þeireru nú teknir við A-landsliðinu sem hefur leik í undankeppni HM á sama tíma og U21 fer í lokamótið. Með hvoru liðinu myndi Alfons sjálfur frekar vilja spila?

„Ég hef fengið þessa spurningu nokkrum sinnum og hugsað vel um þetta. Þetta er „win, win“. Báðir kostirnir eru ótrúlega skemmtilegir. En eins og Addi landsliðsþjálfari segir þá er það þannig að ef að A-landsliðið kallar þá segir maður ekki nei. En sama hvoru megin sem ég verð þá gef ég allt í þetta því þetta er ótrúlega spennandi hvoru tveggja," sagði Alfons við Vísi.

„Best væri að geta verið með á báðum stöðum en erum við ekki allir í U21-landsliðinu með það að markmiði að koma okkur upp í A-landsliðið á endanum? Það er alltaf stærra markmiðið.“

Alfons greinir einnig frá því að Bodö/Glimt sé að skoða hvort félagið hleypi leikmönnum í landsleikina þar sem þá tekur við sóttkví við heimkomu. Möguleiki er á að fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu verði frestað vegna landsleikjanna.
Athugasemdir
banner
banner