Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 10. febrúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Di Biagio tekur við Spal í dag
Luigi Di Biagio
Luigi Di Biagio
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Spal hefur ákveðið að reka Leonardo Semplici fyrir frammistöðu liðsins á þessu tímabili og mun Luigi Di Biagio taka við liðinu en ítalskir miðlar fullyrða þetta.

Frammistaða Spal á tímabilinu hefur verið afar slök en liðið er aðeins með fimmtán stig eftir 23 umferðir.

Liðið tapaði 2-1 fyrir Sassuolo í gær og fyllti það mælinn en það er gert ráð fyrir því að Semplici verði sparkað í dag og mun Di Biagio taka við.

Þetta verður kynnt seinna í dag en Di Biagio þjálfað U21 árs landslið Ítalíu frá 2013 til 2019.

Spal er í neðsta sæti deildarinnar og verður þetta því afar erfitt verkefni fyrir Di Biagio að bjarga liðinu frá falli.
Athugasemdir
banner
banner
banner