Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 11. september 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Tveir orðaðir við Tottenham - Özil til Tyrklands?
Powerade
Mesut Özil er orðaður við Fenerbahce.
Mesut Özil er orðaður við Fenerbahce.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að landsleikjahlé sé í gangi þá klikka ensku slúðurblöðin ekki á að koma með slúðurpakka dagsins.



Mesut Özil (29), miðjumaður Arsenal, er á óskalista Fenerbahce í Tyrklandi. (Fotomac)

Tottenham er að skoða Ben Chilwell (21) vinstri bakvörð Leicester en hann var valinn í fyrsta skipti í enska landsliðið fyrir leikinn gegn Sviss í kvöld. Tottenham ætlar einnig að bjóða í Frenkie de Jong (21) miðjumann Ajax í janúar. (Telegraph)

Paul Gascoigne (51) segir að enska landsliðið muni aldrei aftur eignast leikmann í líkingu við sig. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur sagt að það vanti meiri sköpunargleði á miðjuna hjá landsliðinu. (The Sun)

Chelsea borgaði í kriggum 40 milljónum punda of mikið fyrir markvörðinn Kepa Arrizabalaga (23) þegar hann kom frá Athletic Bilbao á 71,6 milljónir punda. Þetta segir í skýrslu CIES. (Football Italia)

Luke Shaw (23) varnarmaður Manchester United missir af næstu tveimur leikjum liðsins eftir að hafa fengið heilahristing í leik með enska landsliðinu á sunnudaginn. Manchester United mætir Watford á laugardaginn og spilar síðan gegn Young Boys í Meistaradeildinni í næstu viku en Shaw verður fjarverandi í báðum þessum leikjum. (Mirror)

WBA missir ekki framherjann Dwight Gayle (28) þrátt fyrir orðróm um að félög í Kina vilji fá hann. Gayle er í láni hjá WBA frá Newcastle. (Express & Star)

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar gæti farið fram í New York í framtíðinni. (Sun)

Derby hefur fengið yfir 8500 miða á útileikinn gegn Manchester United í enska deildabikarnum þann 25. september. (Derby Telegraph)

Jeremy Sarmiento (16) miðjumaður Charlton Athletic er á leið til Benfcia þrátt fyrir áhuga frá Manchester City. (London Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner