Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 12. maí 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dortmund skoðar 16 ára leikmann Chelsea – Sagður næsti Sancho
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Borussia Dortmund er með augastað á ungstirni Chelsea, Charlie Webster. Dortmund er þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri á vellinum og er Jadon Sancho, hægri kantmaður félagsins, gott dæmi um það.

Hinn tvítugi Sancho hefur skorað 31 mark og gefið 42 stoðsendingar frá því hann gekk í raðir þýska liðsins frá Manchester City árið 2017.

The Sun er á því að hinn 16 ára gamli Webster geti verið næsta breska ungstirnið til að prófa fyrir sér í Þýskalandi. Í dag eru þeir Ademola Lookman, Jonjoe Kenny, Rabbi Matodon, Ethan Ampadu, Lewis Baker og Reece Oxford að spila í Bundesliga ásamt Sancho.

Webster var valinn besti leikmaður í U15 keppninni sem heitir eftir Kevin de Bruyne sem haldin var í Belgíu í fyrra og hefur spilað með U16 ára landsliði Englendinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner