Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 13. apríl 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sterling: Þetta hefur verið skrítið tímabil
Raheem Sterling
Raheem Sterling
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City á Englandi, segir að þetta tímabil hafi verið afar skrítið en hann hefur verið inn og út úr liðinu.

Sterling hefur verið einn best leikmaður City síðustu fimm árin en hann hefur skorað 113 mörk fyrir liðið í öllum keppnum.

Þetta tímabil hefur þó verið öðruvísi fyrir hann. Sterling hefur spilað 41 leik, skorað 13 mörk og lagt upp 11 mörk en þrátt fyrir það á hann erfitt með að festa byrjunarliðssætið. Hann hefur tólf sinnum verið á bekknum og spilaði meðal annars ekki mínútu í 2-1 sigrinum á Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku.

„Persónulega þá hefur þetta tímabil verið mjög skrítið fyrir mig en ekki misskilja mig. Ég er að njóta þess að spila minn bolta og leggja mig allan fram. Ef ég skora ekki eða næ ekki að hjálpa liðinu á vellinum þá er ég ekki ánægður með að fara af velli," sagði Sterling.

„Ég er að sjálfsögðu ánægður með þegar við vinnum en á sama tíma hugsa ég hvað hjálpar mér að skora og ná markmiðunum og þessi tímapunktur tímabilsins er fullkominn til þess," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner