Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 13. ágúst 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Freyr kominn með UEFA Pro gráðu
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands, hefur bæst í hóp íslenskra þjálfara sem eru með UEFA Pro þjálfaragráðu.

Freyr hóf námið hjá danska knattspyrnusambandinu í janúar 2018 og er nú útskrifaður.

„Þá er þessum kafla lokið. Mjög ánægjulegt. Frábær lærdómur í góðu námi þar sem ég kynntist frábæru fólki," sagði Freyr á Instagram í dag.

Fleiri íslenskir þjálfarar eru að taka UEFA Pro þjálfaragráðuna þessa dagana en Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, mun til að mynda útskrifast í haust.

UEFA Pro þjálfarar sem hafa starfað á Íslandi (Af vef KSÍ)
Arnar Bill Gunnarsson
Atli Eðvaldsson
Dragan Stojanovic
Ejub Purisevic
Eyjólfur Sverrisson
Freyr Alexandersson
Gorazd Mihailov
Guðjón Þórðarson
Heimir Hallgrímsson
Helgi Kolviðsson
Milan Stefán Jankovic
Milos Milojevic
Ólafur Helgi Kristjánsson
Pedro Hipólito
Rúnar Kristinsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Teitur Þórðarson
Willum Þór Þórsson
Zeljko Sankovic
Þorvaldur Örlygsson
Athugasemdir
banner
banner
banner