Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 13. október 2018 22:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Jurgen Klopp ætlar að vinna titil
Klopp og Guardiola munu líklega aftur berjast um titla í ár.
Klopp og Guardiola munu líklega aftur berjast um titla í ár.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp hefur viðurkennt að hann hafi ekki hugmynd um hvenær hann muni vinna til verðlauna en vill ekki vera minnst sem skemmtilega þjálfarans sem mistókst að tryggja sér titil.

Þýski knattspyrnustjórinn fagnaði þriggja ára starfsafmæli á Anfield síðastliðinn mánudag en hann á ennþá eftir að vinna til verðlauna með félaginu.

Klopp hefur í raun tapað síðustu sex úrslitaleikjum sínum síðan hann vann sinn fyrsta með Borussia Dortmund árið 2012. Þegar hann var kynntur til leiks lofaði hann því að vinna titil innan fjögurra ára.

„Ég hef sagt það nokkrum sinnum. Ég hef ekki hugmynd hvenær við vinnum eitthvað en ég er viss um að félagið muni vinna eitthvað. Ég veit ekki hvenær svo við skulum njóta tímans þangað til,” sagði Klopp.

„Njótum heimsins, njótum fótboltans og njótum ferðalagsins og það er það sem við höfum gert hingað til. Engin vill horfa til baka eftir 10 eða 20 ár og segja að þetta hafi verið besti tími sem við höfum haft án þess að vinna eitthvað þegar Klopp var hér. Þetta var svo gaman og allt það.”

„Það er ekki beint eitthvað sem þú vilt afreka. Við höfum ennþá tíma til þess að gera eitthvað einstakt og við vitum að til þess að undirstrika þróunina og árangurinn verðum við að gera það.”
Athugasemdir
banner
banner
banner