Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   sun 14. ágúst 2022 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Helgi Sig eftir 6-1 sigur á Stjörnunni: Við skuldum ennþá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þrátt fyrir erfiða byrjun, lenda snemma marki undir þá sýndum frábæran karakter, góður mórall í liðinu og menn komu þvílikt til baka og leið og fyrsta markið kom þá fór sýningin af stað og hélt áfram allann leikinn og þetta var síst of stór sigur gegn frábæru liði Stjörnunnar" Sagði Helgi Sigurðsson eftir frábæran 6-1 sigur Vals á Stjörnunni í 17.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Stjarnan

Stjörnumenn komu fullir sjálfstrausts inn í leikinn eftir að hafa unnið topplið Blika 5-2 í síðustu umferð, komust yfir en Valsmenn náðu heldur betur að snúa blaðinu við.

"Við vissum það að þeir voru hátt uppi eftir sigurinn á móti Blikum og við ætluðum okkur að nýta það. Við skuldum ennþá frá fyrr í sumar og við þurfum að halda áfram á sömu braut og vera klárir. Við eigum alvöru leiki framundan, Víkingur í næstu viku og við þurfum að sýna aðra eins frammistöðu þar"

Það var mikið í umræðunni þegar að Heimir Guðjónsson var með liðið að það væri galið að hafa Aron Jóhannsson í "tíunni" í þessu leikkerfi hjá Val en í kvöld var hann stórkostlegur, einmitt í þessu "tíu" hlutverki.

"Já það er búið að vera mikill stígandi í hans leik og hann hefur bara verið mjög góður eins og allt Valsliðið undanfarið og hann er bara frábær leikmaður. Við erum með fullt af góðum leikmönnum í þessu liði og það er það sem gerir þetta, samkeppni um stöður í liðinu, umfram allt erum við góð liðsheild og allir tilbúnir að bakka hvorn annan upp og við verðum að halda því áfram og ef við gerum það þá eru okkar allir vegir færir"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Helgi talar t.d. um meðbyrinn sem er með Val þessa stundina.
Athugasemdir
banner
banner
banner