Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fim 16. apríl 2020 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Var stressaðri fyrir fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni en Serie A
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna, var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag. Andri Fannar skaust fram á sjónarsviðið í febrúar þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í Serie A með Bologna gegn Udinese.

Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni haustið 2018 þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Breiðabliks og KA.

„Ef ég segi eins og ég er þá var ég eiginlega stressaðri fyrir því en fyrsta leiknum mínum núna (með Bologna). Samt var staðan 3-0 eða 4-0 þegar ég kom inn á. Mér fannst þetta mjög gaman og er glaður að hafa fengið þessar mínútur," sagði Andri Fannar en nokkrum mánuðum síðar var hann orðinn leikmaður Bologna.

„Það voru mörg lið sem höfðu samband og höfðu mikinn áhuga. Það var njósnari sem sá mig þegar ég var á æfingu hjá Spal og hann sendi á Bologna. Ég fór á reynslu hjá þeim í desember, rétt fyrir jólin. Ég æfði með U17 ára liðinu og varaliðinu. Ég var kallaður á fund áður en ég kom heim og þar sögðu þeir að þeir vildu kaupa mig."

Andri Fannar kom heim frá Ítalíu á dögunum vegna kórónuveirunnar og hefur nú lokið tveggja vikna sóttkví á Íslandi. Bologna er með æfingar í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom eins og mörg önnur félög.

„Ég fæ prógram nánast daglega og við erum alltaf að æfa," sagði Andri Fannar en hann hefur á tíma sínum á Ítalíu kynnst matarmenningunni þar.

„Þeir éta endalaust pasta. Stundum þegar ég borða með liðinu þá borða þeir þetta í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Þá fæ ég smá ógeð af þessu."

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni en þar ræðir Andri Fannar meðal annars fyrsta leikinn í Serie A, stöðuna vegna kórónuveirunnar á Ítalíu og margt fleira.
Útvarpsþátturinn - Bjarni Jó og Andri Fannar
Athugasemdir
banner
banner
banner