Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 19. febrúar 2019 14:26
Elvar Geir Magnússon
Sarri mun stýra Chelsea gegn Malmö
Rekinn ef liðið tapar gegn City á sunnudag?
Hazard og Sarri.
Hazard og Sarri.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri mun stýra Chelsea í heimaleiknum gegn Malmö í Evrópudeildinni á fimmtudag og verður líklega einnig við stjórnvölinn gegn Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag.

Tap gegn City gæti þó leitt til þess að Ítalinn verði rekinn. Þetta segir Guardian.

Ákvörðun um framtíð Sarri verður tekin af eigandanum, Roman Abramovich. Rússinn hefur enn ekki mætt á leik með Chelsea á tímabilinu.

Stuðningsmenn Chelsea létu Sarri heyra það í 0-2 tapinu gegn Manchester United í enska bikarnum í gær.

Chelsea vann fyrri leikinn gegn Malmö í 32-liða úrslitum 2-1. Ef Sarri nær að halda starfinu eftir leikinn gegn City þá bíður deildarleikur gegn Tottenham á miðvikudaginn í næstu viku.

Sjá einnig:
Sutton: Þetta er búið spil hjá Sarri
Athugasemdir
banner