Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 21. júní 2021 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Holland sannfærandi - Austurríki áfram með þeim
Wijnaldum brosti sínu breiðasta.
Wijnaldum brosti sínu breiðasta.
Mynd: EPA
Austurríki fer áfram með Hollandi.
Austurríki fer áfram með Hollandi.
Mynd: EPA
Það er óhætt að segja að Holland lítur mun betur út en fólk þorði að vona fyrir Evrópumótið.

Holland hefur unnið alla leiki sína í mótinu til þess en í dag unnu þeir sannfærandi sigur á Norður-Makedóníu í síðasta leik sínum í C-riðlinum.

Norður-Makedónía átti skot í stöngina snemma leiks en annars var Holland með tögl og haldir á leiknum. Memphis Depay og Donyell Malen voru frábærir í fremstu víglínu, og Memphis skoraði fyrsta markið eftir 24. mínútna leik.

Staðan var 1-0 í hálfleik en í seinni hálfleik bætti Georginio Wijnaldum við tveimur mörkum til viðbótar og loktölur 3-0. Mjög sannfærandi sigur Holland sem vinnur riðilinn með fullt hús stiga. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim mun vegna þegar þeir mæta sterkari liðum.

Norður-Makedónía endar í síðasta sæti riðilsins án stiga á sínu fyrsta stórmóti.

Úkraína og Austurríki mættust í hreinum úrslitaleik um annað sætið í riðlinum á sama tíma, og þar hafði Austurríki betur. Eina mark leiksins skoraði Christoph Baumgartner um miðbik fyrri hálfleiks.

Austurríki spilaði frábæran leik í dag og unnu sanngjarnan sigur. Austurríki er komið áfram í 16-liða úrslit í öðru sæti riðilsins. Úkraína hafnar í þriðja sæti með þrjú stig og það þykir ólíklegt að þeir fari áfram með þann árangur.

Úkraína 0 - 1 Austurríki
0-1 Christoph Baumgartner ('21 )

Norður-Makedónía 0 - 3 Holland
0-1 Memphis Depay ('24 )
0-2 Georginio Wijnaldum ('51 )
0-3 Georginio Wijnaldum ('58 )
Athugasemdir
banner
banner