Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 22. júlí 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Ísland í dag - Ná Blikar að saxa á forskot KR?
Ná Blikar loks að fagna sigri í kvöld?
Ná Blikar loks að fagna sigri í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir eru á dagskrá í íslenska boltanum í dag. Tveir í Pepsi Max-deildinni og tveir í 4. deild.

Breiðablik tekur á móti Grindavík á Kópavogsvelli. Það hefur verið bras á Blikum undanfarnar vikur en liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 22. júní þegar liðið lagði ÍBV. Þá er liðið úr Evrópukeppninni.

Grindavík hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum en alls hafa sjö leikir Grindavíkur í Pepsi Max-deildinni í sumar endað með jafntefli.

Í Kórnum eigast síðan við HK og FH. Það hefur verið jákvætt umtal í kringum þessi lið undanfarnar vikur en bæði lið hafa unnið síðustu tvo leiki í deild. Fimm stig skilja liðin að fyrir leikinn.

Í 4. deild eru tveir leikir í C-riðli. Hamar og Berserkir mætast á Grýluvelli í Hveragerði og Fenrir tekur á móti toppliði riðilsins, GG.

Hamar situr í öðru riðilsins og Berserkir í því þriðja. Fjórum stigum munar á liðunum fyrir leiki kvöldsins.

Pepsi Max-deild karla
19:15 Breiðablik-Grindavík (Kópavogsvöllur)
19:15 HK-FH (Kórinn)

4. deild karla - C-riðill - 4. deild karla
20:00 Hamar-Berserkir (Grýluvöllur)
20:00 Fenrir-GG (Hertz völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner