Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 22. september 2018 13:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Gomez og James Milner á bekkinn
Milner er búinn að vera geggjaður á tímabilinu.
Milner er búinn að vera geggjaður á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Mourinho setur Martial á bekkinn.
Mourinho setur Martial á bekkinn.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg byrjar hjá Burnley.
Jóhann Berg byrjar hjá Burnley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool og Manchester United, liðin með stærstu aðdáendahópanna á Íslandi, eru bæði að spila á klukkan 14:00 í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Liverpool og Southampton er sýndur í beinni en leikur Man Utd og Wolves er ekki sýndur.

Stöð 2 Sport er aðeins heimilt að sýna einn leik klukkan 14.00 hvern laugardag og því þurfti að velja á milli þessara leikja.

Allir leikir Manchester United hafa verið í beinni á Stöð 2 sport undanfarin ár en þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem United og Liverpool spila bæði klukkan 14:00 á laugardegi.

Liverpool mætir Southampton en það er breyting gerð í vörninni hjá Liverpool. Varnarlínan hefur verið sú sama í öllum leikjum tímabilsins hingað til en Joel Matip kemur inn fyrir Joe Gomez, sem hefur verið frábær í upphafi tímabils. Xherdan Shaqiri byrjar líka en hann kemur inn í stað James Milner.

James Milner sem er búinn að vera frábær í upphafi tímabils er á varamannabekknum. Shaqiri virðist vera á miðjunni.

Liverpool hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og vann PSG 3-2 í Meistaradeildinni í vikunni. Lærisveinar Jurgen Klopp koma með gott sjálfstraust inn í þennan leik en Southampton er í 13. sæti með fimm stig.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Shaqiri, Salah, Mane, Firmino.
(Mignolet, Fabinho, Milner, Keita, Gomez, Sturridge, Moreno)

Byrjunarlið Southampton: McCarthy, Cedric, Vestergaard, Hoedt, Bertrand, Romeu, Lemina, Hojbjerg, Redmond, Targett, Long.

Fjórar breytingar hjá Man Utd
Man Utd fær Wolves í heimsókn og mætir Sir Alex Ferguson á leikinn. Frá 3-0 sigrinum gegn Young Boys í Meistaradeidinni í miðri viku gerir Man Utd fjórar breytingar. Valencia kemur inn fyrir Dalot, Fellaini fyrir Matic sem er í banni og Lingard og Sanchez fyrir Martial og Rashford.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Lindelof, Smalling, Shaw, Valencia, Fred, Lingard, Fellaini, Pogba, Sanchez, Lukaku.
(Romero, Bailly, Mata, Martial, Pereira, Young, McTominay)

Byrjunarlið Wolves: Patricio, Doherty, Bennett, Boly, Jonny, Coady, Neves, Jota, Moutinho, Costa, Jimenez.

Jóhann Berg byrjar - sex leikir klukkan 14:00
Hér að neðan eru svo byrjunarliðin í hinum fjórum leikjunum. Sex leikir hefjast klukkan 14:00. Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley gegn Bournemouth en Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi hjá Cardiff gegn Manchester City. Aron meiddist á æfingu í vikunni.

Byrjunarlið Burnley: Hart, Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor, Lennon, Westwood, Cork, Gudmundsson, Vokes, Vydra

Byrjunarlið Bournemouth: Begovic, Smith, S. Cook, Ake, Rico, Fraser, Lerma, Surman, Brooks, King, Wilson.

Byrjunarlið Cardiff: Etheridge, Manga, Morrison, Peltier, Cunningham, Camarasa, Arter, Ralls, Hoilett, Ward, Reid.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Laporte, Otamendi, Delph, Fernandinho, Gundogan, Sterling, B.Silva, Sane, Aguero.
(Muric, Kompany, Stones, D.Silva, Mahrez, Jesus, Foden)

Byrjunarlið Crystal Palace: Hennessey, Wan-Bissaka, Tomkins, Sakho, van Aanholt, McArthur, Kouyate, Milivojevic, Townsend, Ayew, Zaha.

Byrjunarlið Newcastle: Dubravka, Yedlin, Lascelles, Fernandez, Dummett, Ritchie, Diame, Shelvey, Kenedy, Rondon, Perez.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Amartey, Evans, Maguire, Chilwell, Ghezzal, Ndidi, Mendy, Maddison, Vardy, Iheanacho.

Byrjunarlið Huddersfield: Lossl, Jorgensen, Schindler, Kongolo, Durm, Billing, Mooy, Lowe, Kachunga, Van La Parra, Depoitre.

Leikir dagsins í enska:
11:30 Fulham - Watford (Stöð 2 Sport)
14:00 Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport)
14:00 Cardiff - Man City
14:00 Man Utd - Wolves
14:00 Burnley - Bournemouth
14:00 Crystal Palace - Newcastle
14:00 Leicester - Huddersfield
16:30 Brighton - Tottenham (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 34 18 6 10 67 54 +13 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 Chelsea 34 14 9 11 65 59 +6 51
9 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner