Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   þri 23. mars 2021 20:51
Victor Pálsson
Mikael um að gefa ekki kost á sér í hópinn: Fólk misskildi mig
Icelandair
Mynd: Getty Images
Það vakti athygli í lok síðasta árs þegar Mikael Neville Anderson gaf ekki kost á sér í verkefni U21 landsliðsins fyrir þrjá mikilvæga leiki í undankeppni EM.

Mikael var valinn í A-landsliðshópinn í október mánuði en var síðar ekki valinn fyrir leiki gegn Ungverjalandi, Danmörku og Englandi.

Það var því möguleiki fyrir leikmanninn að spila með U21 landsliðinu en hann ákvað að gefa ekki kost á sér í verkefnið.

Þessi ákvörðun vakti undrun á þeim tíma en vængmaðurinn fór yfir málin í samtali við RÚV íþróttir í kvöld.

Mikael segir þar um töluverðan misskilning að ræða og þvertekur fyrir það að hann vilji ekki spila fyrir U21 landsliðið ef kallið kemur.

Mikael spilar með sterku liði Midtjylland í Danmörku og hefur verið í minna hlutverki á þessu tímabili en því síðasta.

„Þetta var svo flókið mál. Ég var á erfiðum köflum í Midtjylland heima í Danmörku og fékk ekki að spila eins mikið og ég vildi spila," sagði Mikael.

„Það var bikarleikur í landsleikjahlénu sem þeir vildu að ég myndi spila til að koma mér aðeins nær liðinu. Ég talaði við Arnar eftir á og eins og hann sagði þá er eina sem ég hefði átt að gera er að hringja í hann. Ég talaði bara við Erik Hamren á þeim tíma og það kom smá misskilningur."

„Hann kannski taldi að ég vildi ekki spila fyrir U21 landsliðið sem er ekki satt. Fólk misskildi mig alveg, fólk þekkir mig kannski ekki eins vel og það þekkir aðra."

Viðtalið við Mikael má heyra hér.

Meira:
Arnar: Skil ákvörðun Mikaels en er alls ekki sammála að hún hafi verið sú besta

Athugasemdir
banner
banner
banner