Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 23. september 2019 21:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Express 
Furðulegt samtal Mourinho og D'Amico í kvöld
Mynd: Getty Images
FIFA Best Awards verðlaunahátíðin fór fram í kvöld með öllu tilheyrandi. Alls konar verðlaun voru í boði og margir fengu að tjá sig um hitt og þetta.

Ansi furðulegt samtal átti sér stað a milli Ilaria D'Amico og Jose Mourinho. D'Amico, sem var kynnir kvöldsins, hóaði í Mourinho og og byrjaði hún að ræða við hann um möguleikan á fótboltaliði sem kæmi frá annarri plánetu.

„Ímyndum okkur framtíðina," byrjaði D'Amico.

„Í náinni framtíð höfum við fundið líf á öðrum plánetum, innan skamms munu fótboltalið frá þeim plánetum mæta okkar besta liði í keppni"

„Og ef það myndi gerast í dag yrðum við tilbúin því að við erum með marga góða leikmenn. Ertu sammála?"
Spurði D'Amico Mourinho.

Mourinho svaraði, eins og ekkert væri eðlilegra:„Já, hér eru bestu leikmennirnir."

„Hver yrði besti þjálfari þessa liðs?" Spurði D'Amico.

„Ég held að FIFA leyfi ekki þjálfara að þjálfa tvö lið svo það þarf að vera þjálfari sem ekki er í starfi," svaraði Mourinho.

D'Amico datt í gríngírinn og þóttist hugsa sig um hver gæti þjálfað liðið.

Mourinho nefndi sjálfan sig, Fabio Capello Walter Zenga og aðra en nefndi sig sérstaklega aftur. D'Amico þakkað fyrir þetta innlegg og gekk í burtu.

Þannig endaði þetta furðulega samtal. Dæmi hver fyrir sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner