Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 25. apríl 2024 20:56
Elvar Geir Magnússon
England: Meistararnir á flugi á suðurströndinni
Foden skoraði tvö mörk.
Foden skoraði tvö mörk.
Mynd: EPA
Brighton 0 - 4 Manchester City
0-1 Kevin De Bruyne ('17 )
0-2 Phil Foden ('26 )
0-3 Phil Foden ('34 )
0-4 Julian Alvarez ('62 )

Meistararnir í Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum gegn Brighton í eina leik kvöldsins.

Kevin De Bruyne kom City yfir með sínu fyrsta skallamarki í ensku úrvalsdeildinni. Glæsilegt skallamark.

Phil Foden skoraði sitt 50. úrvalsdeildarmark þegar hann skoraði úr aukaspyrnu en boltinn breytti um stefnu af baki Pascal Gross. Fyrir hálfleik bætti Foden við öðru marki sínu og þriðja marki City.

Í seinni hálfleik komst Julian Alvarez á blað eftir undirbúning Kyle Walker. Langþráð mark hjá Alvarez sem skoraði síðast í deildinni í lok janúar. Ekki var meira skorað og 4-0 sigur City staðreynd.

City er með 76 stig, einu stigi á eftir toppliði Arsenal en á leik til góða. Liverpool, sem tapaði óvænt gegn Everton í gær, er með 74 stig.
Athugasemdir
banner
banner