Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 25. apríl 2024 23:30
Elvar Geir Magnússon
Verður Potter næsti stjóri Kristians?
Mynd: Getty Images
Hollenska stórliðið Ajax hefur áhuga á að ráða Graham Potter. Þessi fyrrum stjóri Brighton og Chelsea er einnig einn af þeim sem sagður er á blaði hjá Manchester United.

Potter hefur verið að hlaða batteríin síðan hann átti erfiða sjö mánuði hjá Chelsea á síðasta tímabili. Hann hefur fengið starfstilboð en er ekki að drífa sig og vill vanda valið.

Ajax er í leit að stjóra í staðinn fyrir bráðabirgðastjórann John van ’t Schip. Kristian Hlynsson er meðal leikmanna hjá hollenska liðinu.

Ajax byrjaði tímabilið herfilega og er sem stendur í fimmta sæti og á hættu á að missa af Evrópuþátttöku á næsta tímabili.

Potter hefur starfað utan Bretlandseyja en hann gerði gríðarlega áhugaverða hluti með Östersund í Svíþjóð á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner