Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 26. apríl 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Góður möguleiki á því að samkomulag náist um Slot um helgina
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Hollendingurinn Arne Slot hefur staðfest að hann vilji taka við Liverpool og það virðist bara tímaspursmál hvenær það verður gengið frá ráðningunni.

Fram kemur á Daily Mail að Feyenoord sé að vonast til að ganga frá samkomulagi við Liverpool á næstu 48 klukkustundum - núna um helgina.

Feyenoord er að vonast til að fá rúmlega 8,5 milljónir punda (10 milljónir evra) fyrir Slot og svo þarf Liverpool líka að borga til þess að fá starfsmenn með honum.

Það er ekki langt á milli félaganna í viðræðunum.

Slot vill fá aðstoðarþjálfara sinn, Sipke Hulshof, með sér og líklega einn úr þjálfarateyminu í viðbót. Þá gæti heilarpakkinn verið upp á 13 milljónir evra.

„Það er alveg klárt að ég vil þetta starf. Ég veit bara að félögin eru að tala saman, á meðan er ég á biðstofunni," sagði Slot í gær, en það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist um helgina.
Athugasemdir
banner