Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 25. apríl 2024 19:39
Elvar Geir Magnússon
Slot staðfestir að hann vill fá starfið hjá Liverpool
Arne Slot vill taka við Liverpool.
Arne Slot vill taka við Liverpool.
Mynd: EPA
Hollendingurinn Arne Slot vonast til að verða ráðinn næsti stjóri Liverpool. Enska félagið hefur rætt við Feyenoord og hefur áhuga á að Slot taki við þegar Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar.

Slot ræddi við fjölmiðla fyrir leik Feyenoord gegn Go Ahead Eagles.

„Það er alveg klárt að ég vil þetta starf. Ég veit bara að félögin eru að tala saman, á meðan er ég á biðstofunni," sagði Slot.

Hann segist bjartsýnn á að félagið nái samkomulagi.

Hinn 45 ára Slot stýrði Feyenoord til hollenska meistaratitilsins 2023. Liðið vann hollenska bikarinn á þessu tímabili og er sem stendur í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Sóknarþenkjandi leikstíll Slot og hæfileikar hans til að þróa leikmenn geðjast forráðamönnum Liverpool.
Hvernig fer Breiðablik - Valur á mánudag?
Athugasemdir
banner