Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   lau 28. september 2019 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Áttum í vandræðum með Gylfa
Gylfi í leiknum.
Gylfi í leiknum.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hrósaði Gylfa Þór Sigurðssyni eftir 3-1 sigur City gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Það er alltaf erfitt að koma hingað. Við byrjuðum vel í fyrri hálfleiknum og vorum ótrúlegir fyrstu 25 mínúturnar. Eftir það, þá áttum við í vandræðum með Sigurdsson," sagði Guardiola.

Hann sagði að það hefði reynst basl að reyna að hafa stjórn á íslenska landsliðsmanninum.

„Everton er með ótrúlega góða leikmenn framarlega á vellinum, reynslu á miðjunni og góðan stjóra. Við vissum að þetta yrði efiður leikur."

Fyrir frammistöðu sína í leiknum fékk Gylfi 6 í einkunn frá Sky Sports. Liverpool Echo var sammála og gaf honum einnig 6.


Athugasemdir
banner
banner