Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   lau 28. september 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þvílíkur kóngur sem þessi maður er"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt eftir síðasta leik Pepsi Max-deildarinnar að Ólafur Jóhannesson myndi hætta störfum hjá Val eftir fimm ár hjá félaginu; samningurinn hans við félagið verður ekki framlengdur.

Heimir Guðjónsson er væntanlega að taka við Val.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Þvílíkur kóngur sem þessi maður er, leiðinlegt að fá ekki að vinna ennþá með honum. Takk fyrir allt," skrifaði Haukur við mynd af sér og Óla.

Sigurður Egill Lárusson, annar leikmaður Vals, birti einnig svipað tíst.

„Mesti kóngur og besti þjálfari sem ég hef kynnst. Takk fyrir allt!," skrifaði Sigurður Egill.

Á tíma sínum hjá Val stýrði Ólafur liðinu til tveggja Íslandsmeistaratitla og tveggja bikarmeistaratitla.



Athugasemdir
banner
banner
banner