Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 19:22
Ívan Guðjón Baldursson
Engin ný smit í ensku úrvalsdeildinni - 1130 neikvæð próf
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin var að staðfesta frábærar fregnir fyrir knattspyrnuheiminn.

1130 leikmenn og starfsmenn fóru í kórónuveirupróf fyrir helgi og komu öll prófin til baka neikvæð.

Þetta er í fjórða sinn sem leikmenn og starfsmenn eru prófaðir við veirunni en í fyrsta sinn sem ekkert próf kemur jákvætt til baka.

Í heildina hafa tólf manns verið greindir með veiruna í úrvalsdeildinni úr 3882 prófum.

Stefnt er á að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni á ný 17. júní og virðist ekkert vera því til fyrirstöðu ef fram heldur sem horfir.

Tíu ný smit eru í Championship deildinni eftir niðurstöður úr 1058 prófum. Þá eru sjö ný smit í D-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner