Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 07. ágúst 2014 13:16
Fótbolti.net
Myndband: Áhorfandi á Selfossi tapaði sér
Öskraði á dómarann í 90 mínútur
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Þrátt fyrir að auglýsingaherferðin "Ekki tapa þér" hjá KSÍ sé ansi fyrirferðamikil þessa daganna þá virðist hún ekki hafa náð til allra.

Stuðningsmaður kvennaliðs Aftureldingar hafði miklar og sterkar skoðanir á dómgæslunni þegar liðið mætti Selfossi í Pepsi-deild kvenna og gagnrýndi ákvarðanir hans og öskraði á hann í 90 mínútur.

Myndbandið var birt á Facebook og hafa talsverðar umræður skapast um það.

„Þetta byrjaði þegar dómarinn flautaði til leiks og það er nú lágmark að gefa dómurunum einhvern tíma til að gera einhver afdrifarík mistök," er skrifað við myndbandið.

„Strákarnir mínir fóru á leikinn í gær og voru í sjokki yfir því hvernig maðurinn hegðaði sér," skrifar annar við ummælakerfið og þá stingur einn upp á því að vallarstjórar búi yfir teipi sem notað er við flugdólga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner