Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Hugarburðarbolti Þáttur 15
Enski boltinn - Alveg búinn á því og hvar ræðst titilbaráttan?
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Hugarburðarbolti Þáttur 14
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Enski boltinn - Ef ég tala, þá er ég í miklum vandræðum
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
   lau 14. nóvember 2015 19:25
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Baldur Sig: Skrítið að KR sýndi lítinn sem engan áhuga
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Miðjumaðurinn öflugi Baldur Sigurðsson hefur snúið aftur í íslenska boltann eftir ár hjá Sönd­erjyskE í Danmörku. Baldur opinberaði í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag að hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna.

„Eftir að ég fór að ræða við Stjörnuna; þjálfarana, stjórnina og allar kanónurnar sem hringja þá kom í ljós að Stjarnan virkaði á mig sem mjög spennandi félag. Öll samskipti hafa verið mjög fagleg. Liðið er með gott þjálfarateymi og hörku lið. Svo skiptir máli að það er alltaf besta stemningin á leikjum hjá þeim. Silfurskeiðin er frábær stuðningsmannahópur og ég hef kynnst því að spila á móti þeim. Það verður væntanlega enn skemmtilegra að spila með þeim," segir Baldur.

Hann viðurkennir að Íslandsmeistarar FH settu sig í samband þegar heyrðist að hann gæti verið á heimleið. KR-ingar lögðu þó ekki mikið kapp á að fá hann.

„FH var eitt af þessum lið og FH er stærsta liðið á Íslandi eins og staðan er í dag. KR sýndi hinsvegar lítinn sem engan áhuga. Ég segi ekki að það hafi verið svekkjandi en vissulega fannst mér það skrítið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góðum árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR. Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn. Þá voru bara aðrir meira spennandi kostir í boði fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu."

„Ég er mjög spenntur. Íslenska deildin er mjög skemmtileg og hún er mjög krefjandi fyrir leikmenn. Maður hefur upplifað það hérna í Danmörku að eftir leiki og maður er kallaður fram í viðtal að það eru fleiri fjölmiðlamenn í íslensku deildinni en í dönsku."

Bald­ur lék með KR frá ár­inu 2009 og varð tví­veg­is Íslands­meist­ari og þríveg­is bikarmeist­ari með Vesturbæjarstórveldinu. Hann fór út í fyrra til danska félagsins en meiðsli settu strik í reikninginn.

„Að fara út gerði mér mjög gott. Ég viðurkenni það að ég var orðinn pínulítið þreyttur og maður var orðinn pínu saddur eftir tímabilið 2014. Ég tel mig koma heim sem mun betri leikmaður," segir Baldur en í spilaranum að ofan má heyra það þegar Baldur tilkynnir um ákvörðun sína í útvarpsþættinum.

Með því að smella hérna má hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner