Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   lau 24. febrúar 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson: Alli er enginn svindlari og dýfir sér ekki
Dele Alli hefur verið gagnrýndur fyrir leikaraskap.
Dele Alli hefur verið gagnrýndur fyrir leikaraskap.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, hefur komið Dele Alli, miðjumanni Tottenham, til varnar og segir hann ekki dýfa sér.

Hinn 21 árs gamli Alli hefur fengið gagnrýni oftar en einu sinni á þessu tímabili fyrir leikaraskap. Hann var til að mynda sakaður um leikaraskap í leik gegn Liverpool á dögunum.

Hodgson, sem þjálfaði Alli hjá enska landsliðinu á sínum tíma, segir að leikmaðurinn sé enginn svindlari.

„Við munum fara yfir leikmenn Tottenham en við munum ekki ræða um Dele Alli og leikaraskap vegna þess að hann gerir það ekki. Svo einfalt er það," sagði Hodgson.

„Hann hleypur með boltann og er felldur. Í gegnum þann tíma sem ég vann með honum sá ég ekkert sem benti til þess hjá honum að hann væri að svindla á einhvern hátt."

„Já, hann er kannski felldur í vítateignum, þá er brotið á honum. Sumir fá vítaspyrnu og sumir ekki, og þegar vítaspyrnan er ekki dæmd, þá segir fólk að hann hafi dýft sér, þannig er fótboltinn."

„En hann er enginn svindlari og dýfir sér ekki, það er víst."

Crystal Palace og Tottenham eigast við í ensku úrvalsdeildinni á morgun, um hádegisbilið.

Hér að neðan eru myndbrot frá síðustu helgi þar sem Dele Alli virðist dýfa sér. Tottenham fékk vítaspyrnu upp úr því á 88. mínútu og skoraði Harry Kane. Hann jafnaði í 2-2 og kostaði það Rochdale sigurinn. Dæmi hver fyrir sig.







Athugasemdir
banner
banner
banner