Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. september 2014 14:27
Magnús Már Einarsson
Dæmdur í 70 leikja bann
Mynd: Getty Images
Ismail Gunduz, leikmaður SK Rum í 4. deildinni í Austurríki, hefur verið dæmdur í 70 leikja bann.

Gunduz skallaði dómara í leik á dögunum með þeim afleiðingum að hann þurfti að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Atvikið átti sér stað eftir að dómarinn rak Gunduz af velli á 86. mínútu.

SK Rum hefur rekið Gunduz úr herbúðum sínum en leikmaðurinn segir sjálfur að þetta sé allt á misskilningi byggt. Gunduz segist hafa runnið til á vellinum og um leið skallað dómarann.

,,Þessi er refsing er brjálæði. Ég mun gera allt sem ég get til að snúa aftur á völlinn," sagði Gunduz steinhissa á 70 leikja banninu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner