Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fim 08. desember 2016 08:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mourinho: Ég er ekki besti þjálfari í heimi
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Manchester United og Zorya mætast í Evrópudeildinni í kvöld. Yuriy Vernydub, þjálfari Zorya er mikill aðdáandi Jose Mourinho, þjálfara Manchester United og segir hann Portúgalann vera besta þjálfara í heimi.

Manchester United hefur ekki gengið vel á leiktíðinni og eru þeir sem stendur í 6. sæti, 13 stigum frá toppliði Chelsea. Auk þess hefur United gert fjögur jafntefli í röð á heimavelli og aðeins unnið einn af síðustu sex deildaleikjum á Old Trafford.

Mourino segir það gaman að heyra hrós en bætir við að hann sé ekki sá besti í heimi, frekar en einhver annar.

„Það er gaman að heyra þetta en það er ekki rétt. Ég er ekki sá besti í heimi. Sá besti í heimi er ekki til í mínum augum," sagði Mourinho um hrósið.

„Það er alltaf einn sem vinnur verðlaun sem þjálfari ársins en það er einn sem er bestur á hverju ári en það er enginn einn sem er bestur í heimi."
Athugasemdir
banner