Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   lau 10. mars 2018 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku aldrei verið með fleiri stoðsendingar
Lukaku er að þagga niður í gagnrýnisröddunum.
Lukaku er að þagga niður í gagnrýnisröddunum.
Mynd: Getty Images
Það er hálfleikur á Old Trafford í Manchester þar sem Manchester United og Liverpool eigast við.

Staðan í hálfleik er 2-0 fyrir United og var það Marcus Rashford sem skoraði bæði mörkin.

Fyrra markið kom eftir skallasendingu frá Romelu Lukaku sem hefur fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína í leiknum. Lukaku hefur verið að þagga niður í gagnrýnisröddunum.

Lukaku er búinn að skora 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en í fyrra marki Rashford kom hans sjöunda stoðsending á tímabilinu sem er virkilega flott tölfræði.

Lukaku hefur aldrei náð jafnmörgum stoðsendingum á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni fyrr en nú.

Hann spilaði með Everton frá 2013 til 2017 og náði þar mest sex stoðsendingum á einu tímabili.

Aðeins Paul Pogba er með fleiri stoðsending fyrir Man Utd í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.







Athugasemdir
banner
banner