Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   lau 10. mars 2018 12:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford fer á kostum - Búinn að koma Man Utd í 2-0
Mynd: Getty Images
Manchester United er komið í 2-0 gegn erkifjendum sínum í Liverpool í stórleik helgarinnar í enska boltanum.

Það var Marcus Rashford sem skoraði bæði mörk United, en hann kom inn í byrjunarliðið eftir að hafa átt frábæra innkomu gegn Crystal Palace síðastliðinn mánudag.

Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Rashford í langan tíma og hann ætlar að nýta tækifærið sem best.

Fyrra markið var hjá honum var einstaklega laglegt, en það kom eftir skallasendingu frá Romelu Lukaku. Rashford átti eftir að gera helling, en hann gerði það sem hann átti eftir að gera frábærlega.

Trent Alexander-Arnold hefur verið í bölvuðu basli með hann.

Smelltu hér til að sjá myndband af fyrra markinu.

Hann bætti svo öðru marki við nokkrum mínútum og er staðan 2-0 fyrir Man Utd. Smelltu hér til að sjá seinna markið.













Athugasemdir
banner
banner
banner
banner