Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 12. september 2014 21:22
Elvar Geir Magnússon
Svona spáir Guardian byrjunarliði Man Utd gegn QPR
Líkleg byrjunarlið Man Utd og QPR.
Líkleg byrjunarlið Man Utd og QPR.
Mynd: Guardian
Margir bíða spenntir eftir því að sjá hvernig byrjunarlið Manchester United verði gegn QPR á sunnudag. United er enn án sigurs eftir þrjá leiki en stjórinn Louis van Gaal sótti liðsstyrk skömmu áður en félagaskiptaglugganum var lokað.

Mun sá hollenski halda sig við 3-5-2 sem hefur reynst liðinu illa í upphafi tímabils? Radamel Falcao, Angel Di Maria, Wayne Rooney, Robin van Persie og Juan Mata berjast allir um byrjunarliðssæti en á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig Guardian spáir liðinu.

Falcao, Marcus Rojo og Daley Blind fara allir inn í byrjunarliðið samkvæmt því sem Guardian spáir. Ljóst er að varnarmaðurinn Phil Jones verður fjarri góðu gamni en hann er meiddur og verður frá næstu fjórar vikurnar.

Í fyrsta sinn síðan 1962-63 er United aðeins að keppa um tvo bikara á þessum tímapunkti. Liðið ætti að vinna QPR en það hefur ekki beðið lægri hlut gegn Lundúnaliðinu í síðustu 15 viðureignum (12 sigrar, 3 jafntefl).

Rio Ferdinand, varnarmaður QPR, snýr aftur á Old Trafford en hann lék 455 leiki fyrir United og vann 10 titla með félaginu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner