Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mán 13. febrúar 2017 12:35
Magnús Már Einarsson
Skoraði ekki mark á einu ári - Fær 3,6 milljarða í árslaun
Lavezzi handleggsbrotnaði í apríl í fyrra.
Lavezzi handleggsbrotnaði í apríl í fyrra.
Mynd: Getty Images
Argentínski framherjinn Ezequiel Lavezzi gekk fyrir einu ári síðan til liðs við Hebei China Fortune í Kína frá PSG en hann varð um leið einn launahæsti leikmaður heims.

Lavezzi er með 493 þúsund pund í laun á viku eða 70 milljónir króna. Laun hans á einu ári eru því 3,6 milljarðar króna. Að auki er Argentínumaðurinn með tvö einbýlishús hjá félaginu, tvo bíla, einkakokk og einkabílstjóri.

Óhætt er að segja að Hebei China Fortune hafi fengið lítið fyrir peninginn því framherjinn hefur ekki skorað mark á fyrsta ári sínu hjá félaginu!

Hinn 31 árs gamli Lavezzi skoraði ekkert í fyrstu tíu leikjum sínum í fyrra áður en hann handleggbrotnaði í maí í leik með Argentínu í Copa America. Lavezzi var í kjölfarið frá út tímabilið.

Nýtt tímabil hefst í Kína eftir nokkrar vikur og ljóst er að pressa er á Lavezzi að gera talsvert betur en á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner