Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 14. apríl 2014 20:05
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: talksport 
Mynd: Ofurtölva spáir Liverpool titlinum
Mynd: BSportsFootball
Liverpool er á toppi ensku deildarinnar eftir frábært gengi á árinu og hefur ofurtölva frá Bloomberg reiknað út líkurnar á hvaða lið eiga mesta möguleika á titlinum.

Liverpool er líklegast til sigurs með rúmlega 51% líkur á meðan líkurnar á að Manchester City vinni titilinn eru 30%.

Ofurtölvan spáir þá Arsenal fjórða sætinu, en rétt naumlega, á meðan Tottenham endar líklega í Evrópudeildinni, stigi fyrir ofan Manchester United.

Þá er líklegra að Fulham nái að halda sér í deildinni heldur en Norwich á meðan Cardiff og Sunderland þurfa kraftaverk til að halda sér uppi.
Athugasemdir
banner
banner