Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 17. febrúar 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mata sagður ein af ástæðum fyrir því að Clattenburg hætti
Clattenburg ætlar að færa sig til Sádí-Arabíu
Clattenburg ætlar að færa sig til Sádí-Arabíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum yfirmaður dómaramála í Englandi, Keith Hackett segir að atvik með Juan Mata, leikmanni Man Utd hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að Mark Clattenburg, dómari ákvað að hætta að dæma í ensku úrvalsdeildinni.

Clattenburg ákvað að færa sig um set og hætta að dæma í ensku úrvalsdeildinni til þess að gerast yfirmaður dómaramála í Sádí-Arabíu.

Ákvörðun Clattenburg kom mörgum á óvart en talið er að laun Clattenburg muni fimmfaldast í nýju starfi.

Árið 2012 var Clattenburg ásakaður að hafa sagt niðrandi orð til Mata, sem þá var leikmaður Chelsea, sem og fordómafull orð til John Obi Mikel, fyrrum leikmanns Chelsea.

Enska knattspyrnusambandið hreinsaði Clattenburg af ásökunum en áður en rannsókn hófst á málinu dróg Chelsea til baka ummælin um Mata.

Hackett finnst mikill missir vera í Clattenburg og segir að atvikið með Mata hafi verið lykilatriði í því að Clattenburg hætti.

„Þetta eru vondar fréttir fyrir dómgæslu í Englandi. Úrvalsdeildin hefur misst heimsins besta dómarann. Clattenburg fannst eftir atvikið með Mata að enginn studdi hann," sagði Hackett.
Athugasemdir
banner
banner
banner