Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   sun 17. mars 2024 16:03
Aksentije Milisic
England: Zaniolo bjargaði stigi fyrir Villa
Mynd: Getty Images

West Ham 1 - 1 Aston Villa
1-0 Michail Antonio ('29 )
1-1 Nicolo Zaniolo ('79 )

Eini leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign West Ham United og Aston Villa í London.


Michail Antonio kom heimamönnum yfir með marki eftir 29 mínútna leik og voru Hamrarnir í forystu þegar flautað var til leikhlés. Antonio kom boltanum aftur í netið í síðari hálfleiknum en markið var dæmt af með hjálp VAR.

Boltinn hafði farið af hendinni hjá Antonio og í netið. Þetta nýtti Aston Villa sér og náði varamaðurinn Nicolo Zaniolo að jafna metin fyrir Villa með marki á 79. mínútu.

Það var heldur betur dramatík í restina en West Ham fékk þá aukaspyrnu sem Tomas Soucek náði að troða inn í netið. Eftir langa VAR skoðun þá var ákveðið að dæma markið af.

Leiknum lauk því með jafntefli og eru liðin áfram í fjórða og sjöunda sæti deildarinnar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner