Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 18. febrúar 2017 10:33
Arnar Geir Halldórsson
Rooney til Kína á næstu dögum
Powerade
Hefur Rooney leikið sinn síðasta leik fyrir Man Utd?
Hefur Rooney leikið sinn síðasta leik fyrir Man Utd?
Mynd: Getty Images
Eltir Oliver peningana?
Eltir Oliver peningana?
Mynd: Getty Images
Það er af nógu að taka í slúðrinu í dag eins og alltaf. BBC tók saman þennan pakka.



Manchester United gæti selt fyrirliða sinn, Wayne Rooney, í kínversku ofurdeildina þar sem kínversk lið geta verslað til 28.febrúar næstkomandi. (Telegraph)

Ademola Lookman, leikmaður Everton og enska unglingalandsliðsins, er eftirsóttur af nígeríska knattspyrnusambandinu en hann gæti valið að leika fyrir Nígeríu. (Mirror)

AC Milan hefur áhuga á Moussa Sissoko en þessi 27 ára gamli franski miðjumaður er sagður ósáttur í herbúðum Tottenham. (Calciomercato)

John Terry hefur hafnað góðum tilboðum frá Bandaríkjunum þar sem hann vill frekar lyfta Englandsmeistaratitlinum hjá Chelsea í fimmta skiptið. (Daily Star)

Michael Oliver gæti fetað í fótspor Mark Clattenburg og yfirgefið ensku úrvalsdeildina til að dæma annars staðar fyrir betri laun. Oliver er með tilboð frá MLS deildinni. (Sun)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, er sannfærður um að hann geti haldið Diego Costa hjá Lundúnarliðinu til lengri tíma. (Daily Mail)

Dominic Solanke, 19 ára framherji Chelsea, mun ganga í raðir Liverpool þegar samningur hans við Chelsea rennur út í lok tímabilsins. (Sun)

Chelsea ætlar að blanda sér í baráttuna um miðjumanninn Mahmoud Dahoud sem hefur verið orðaður við Liverpool og fleiri félög. (Guardian)

Slaven Bilic, stjóri West Ham, fylgist náið með Fode Ballo-Toure, tvítugum varnarmanni PSG, sem verður samningslaus næsa sumar. (Madein Foot)

Jackson Irvine, 23 ára gamall miðjumaður Burton Albion, hafnaði stóru tilboði frá Kína þar sem honum dreymir um að spila í ensku úrvalsdeildinni. (Sun)

Athugasemdir
banner
banner
banner