Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. mars 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Velur Miami fram yfir mikilvægt verkefni hjá landsliðinu
Taylor fagnar hér marki með Lionel Messi.
Taylor fagnar hér marki með Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Finnland er eins og Ísland að reyna að komast á Evrópumótið í gegnum umspilið.

Finnland mætir Wales í undanúrslitunum á fimmtudaginn og þarf að vinna þann leik til að eiga möguleika á að komast á mótið.

Það hafa komið ansi áhugaverðar fréttir frá Finnlandi í aðdragandanum því Robert Taylor, leikmaður Inter Miami, neitaði að mæta í verkefnið.

MLS-deildin er áfram spiluð í landsleikjahléinu og hefur Taylor ákveðið að velja félagslið sitt fram yfir landsliðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá finnska knattspyrnusambandinu.

Taylor er lykilmaður í Inter Miami þar sem hann spilar með Lionel Messi, en þetta eru frekar súr tíðindi fyrir finnska landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner