Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænskur landsliðsmarkvörður og franskur Evrópumeistari fögnuðu með Bjarka
Icelandair
Bjarki Már í fótbolta.
Bjarki Már í fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Handboltakappinn Bjarki Már Elísson var einn fárra stuðningsmanna íslenska landsliðsins í Búdapest í kvöld, þegar liðið vann magnaðan 4-1 sigur gegn Ísrael.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu.

Bjarki Már lét vel í sér heyra í stúkunni en með honum á vellinum voru liðsfélagar hans í ungverska stórliðinu Vezprem.

Rodrigo Corrales, landsliðsmarkvörður Spánar í handbolta, og Hugo Descat, sem varð Evrópumeistari með Frakklandi í janúar síðastliðnum, voru með Bjarka á vellinum og voru þeir ansi glaðir þegar Ísland komst í 2-1. Báðir voru þeir merktir íslenska handboltalandsliðinu á vellinum.

„Sjá þessa kappa fagna öðru marki Íslands í Búdapest. Bjarki Már með Veszprém félaga sína; Rodrigo Corrales, landsliðsmarkmann Spánar, og Hugo Descat, franska Evrópumeistarann, í íslensku landsliðstreyju Bjarka Más. Áfram Ísland," skrifar Leifur Grímsson sem birtir mynd af þeim á samfélagsmiðlinum X en færsluna má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner